
Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 42ja íbúða húss við Hallgerðargötu við Kirkjusand í Reykjavík. Skóflustunga var tekin í október 2022 og hófust framkvæmdir í kjölfarið. Húsið er tvískipt bygging og er áætlað að það verði tilbúið á síðasta ársfjórðungi 2024. Sala búseturétta mun hefjast í ársbyrjun 2024.