Hallgerdargata 20_bakhlid

Hallgerðargata

Tvískipt hús með 42 íbúðum við Kirkjusand í Reykjavík

Búseti byggir við Hallgerðargötu

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 42ja íbúða húss við Hallgerðargötu við Kirkjusand í Reykjavík. Skóflustunga var tekin í október 2022 og hófust framkvæmdir í kjölfarið. Húsið er tvískipt bygging og er áætlað að það verði tilbúið á síðasta ársfjórðungi 2024. Sala búseturétta mun hefjast í ársbyrjun 2024.

Stutt í gróin hverfi

Hallgerðargata er einstaklega vel staðsett, steinsnar frá grónum svæðum og hverfum eins og Laugardal og miðbæ. Stutt er í fallegar göngu- og hjólaleiðir, náttúruperlur, garða og íþróttamannvirki, sem bjóða upp á fjölbreytta útivist og afþreyingu. Þá eru samgöngur til og frá hverfi greiðar.

Fréttir

Af framkvæmdum og sölu