Framkvæmdir að Hallgerðargötu

Framkvæmdir við Hallgerðargötu 24 og 26 ganga vel. Sala búseturétta hefst í apríl.

Framkvæmdir nýbyggingarverkefnis Búseta við Hallgerðargötu ganga vel og er framgangur verkefnisins í takti við áætlanir.

Stefnt er að afhendingu íbúða í byrjun desember 2024. Meðfylgjandi myndir, sem voru teknar í lok október 2023, sýna hversu vel framkvæmdinni miðar.

Skrifstofa Búseta stefnir að því að auglýsa og úthluta búseturéttunum í byrjun apríl 2024.