Hallgerdargata 20_framhlid

Hallgerðargata 24 og 26

Nálægð við gróin hverfi

Öll nútímaþægindi

Búseti byggir við Hallgerðargötu 24 og 26 þriggja hæða lyftuhús með 42 íbúðum. Um er að ræða tvö glæsileg hús með sameiginlegan bílakjallara. Íbúðirnar verða fjölbreyttar að stærð og gerð, tveggja til fimm herbergja, allt frá 60 m² til rúmlega 140 m² að stærð, búnar öllum helstu nútímaþægindum. Alls 37 íbúðir verða fyrir félagsmenn Búseta, fjórtán 2ja herbergja, tíu 3ja herbergja, tíu 4ra herbergja og þrjár 5 herbergja. Fimm íbúðir verða fyrir Brynju leigufélag ÖBÍ. Fyrir á Búseti í hverfinu fjögurra íbúða hús við Laugarnesveg.

Við hönnun íbúðanna er kappkostað við að nýta hvern fermetra vel og íbúðirnar því sérstaklega vel skipulagðar. Byggingarnar eru í samræmi við stefnu Búseta um vönduð og endingargóð húsakynni þar sem fólki líður vel. Lögð er áhersla á stílhreint efnisval með tilliti til umhverfis- og hagkvæmnisjónarmiða er varðar rekstur og viðhald. Vandað er til verksins frá upphafi til að huga að hringrásarkerfinu og auka hagkvæmni.

Húsin eru staðsteypt og klædd að utan, gluggar og svalahurðir íbúða eru úr áli og timbri. Gólfefni, innréttingar, eldhústæki og innviðir í íbúðunum er af miklum gæðum. Allar íbúðir í húsunum tveimur eru með svalalokunum. Hugað er sérstaklega að hljóðvist bæði innanhúss og á útisvæði.

Hönnunin gerir ráð fyrir hindranalausu aðgengi að svölum og sérafnotareitum. Bílastæði í sameiginlegum bílakjallara fylgja flestum íbúðum og þar eru möguleikar á tengingum fyrir rafhleðslu bifreiða. Eins og áður segir er mikið lagt upp góðri nýtingu á rými innan íbúða sem og annarri hönnun t.d. hvað varðar birtuflæði, loftgæði og heilbrigða innivist almennt litið. Húsin samrýmast viðmiðum um algilda hönnun þar sem áhersla er á gott aðgengi fyrir alla.

Viltu fá fréttir af Hallgerðargötu?

Með því að skrá þig á póstlista Hallgerðargötu færðu fréttir af framkvæmdum, sölu íbúða og fleiru tengt verkefninu. Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann.

Nágrenni Hallgerðargötu

Hallgerðargata er við Kirkjusand, í jaðri Lauganeshverfis þaðan sem stutt er í náttúru- og útivistaperlur eins og Laugardalinn og göngu- og hjólreiðastíg meðfram Sæbraut. Þaðan er frábært útsýni yfir Sundin, að Esjunni og yfir í innsiglingu Reykjavíkurhafnar. Fjær er svo Akrafjall og Snæfellsnes fjallgarðurinn.

Kirkjusandur er í mikilli uppbyggingu og hluti af eflingu strandlínu höfuðborgarinnar. Almenningstorg, leikskóli, verslun og ýmis þjónusta verður hluti af uppbyggingu hverfisins. Bílastæði verða flest neðanjarðar og áhersla lögð á góða stíga.

Auðvelt verður fyrir íbúa við Hallgerðargötu að nýta sér almenningssamgöngur og stofnæðar eins og Sæbraut og Kringlumýrarbraut eru skammt undan.

Ein þekktasta sundlaug landsins, Laugardalslaugin, er í göngufæri sem og nokkrar áhugaverðar sérverslanir sem setja svip sinn á hverfið.

Hönnuðir

Byggingaverktaki