Framkvæmdir á vegum Búseta standa yfir að Hallgerðargötu 24 og 26 við Kirkjusand í Reykjavík. Búseti byggir þar 42 fallegar íbúðir, en skóflustunga var tekin í október 2022 og hófust framkvæmdir í kjölfarið. Um er að ræða tvö hús með sameiginlegum bílakjallara og er áætlað að afhending íbúða fari fram á síðasta ársfjórðungi ársins 2024. Gert er ráð fyrir að sala hefjist í apríl 2024.