Skóflustunga að 42 nýjum íbúðum sem Búseti húsnæðissamvinnufélag byggir við Hallgerðargötu 24 og 26 í Laugarneshverfi Reykjavíkur var tekin 19. október sl. GG-verk mun sjá um byggingu íbúðanna. Það eru Gláma-Kím arkitektar sem eiga heiðurinn af hönnun húsanna.
Búseti leggur áherslu á að svara þörfum samfélagsins á hverjum tíma. Hjá félaginu er að finna mikla fjölbreytni í íbúðasamsetningu eftir um 40 ára starfsemi. Innan samstæðu Búseta eru reknar í dag tæplega 1.300 íbúðir og eru nú ríflega 100 íbúðir í bígerð á vegum félagsins. Búseti þjónar breiðum hópi félagsmanna með mismunandi þarfir þegar kemur að búsetuformi.